lafi.is - Gćđamatsráđ
Fundargerđir stjórnar LAFÍ
Fundargerđir fagráđa
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabć 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíđaFélagiđÚtgáfanRáđstefnur og sýningarLög og reglugerđirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Gćđamatsráđ

Formaður ráðsins:
Egill Skúli Ingibergsson, fulltrúi Lagnafélags Íslands

Dr. Valdimar K. Jónsson, verkfræðingur,  fulltrúi Neytendasamtakanna
Sverrir Sædal Kristjánsson, fasteigansali, fulltrúi Félags fasteignasala
Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur, fulltrúi Umhverfisráðuneytis
Björn Arnar Magnnússon, tæknifræðingur, fulltrúi Félagsmálaráðuneytisins

Sérfræðingar Gæðamatsráðs:
Friðrik S. Kristinsson, byggingatæknifræðingur
Heiðar Jónsson, pípulagningameistari og byggingaiðnfræðingur
Jón Kr. Gunnarsson, blikksmíðameistari og byggingaiðnfræðingur
Böðvar Ingi Guðbjartsson, pípulagningameistari
Þorvaldur Jón Kristjánsson, blikksmíðameistari

Stjórn Gæðamatsráðs

Sverrir Sædal Kristjánsson, fasteignasali, fulltrúi Félags fasteignasala, Dr.Valdimar K.Jónsson,
verkfræðingur,fulltrúi Neytendasamtakanna, Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur formaður
ráðsins fulltrúi Lagnafélags Íslands, Björn Arnar Magnússon tæknifræðingur fulltrúi
Félagsmálaráðuneytisins, Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, fulltrúi Umhverfismálaráðuneytisins.

 

Vinnureglur Gæðamatsráðs Lagnafélags Íslands


1.grein
Hlutverk og skipan Gæðamatsráðs.

Hlutverk Gæðamatsráðs er að opna möguleika fyrir verkkaupa og neytendur,sem telja lagnamálum í eða viðsína eign í einhverju áfátt, hvort  sem er í hönnun, efnisvali, handverki eða virkni búnaðar, að fá slík álitamálkönnuð faglega og á fljótlegan hátt án mikils tilkostnaðar. Gæðamatsráð skipa, einn fulltrúi frá eftirtöldum aðilum og mynda þeir stjórn þess. Lagnafélag Íslands, Félag fasteignasala, Neytendasamtökin, Félagsmálaráðuneytið og Umhverfisráðuneytið.


2.grein
Hlutverk og skipan fagráðs.

Undir stjórn Gæðamatsráðs starfar fagráð. Í fagráðinu sitja fagmenn úr þeim faggreinum sem að lagnamálum koma, tilnefndir af stjórn Lagnafélags Íslands. Formaður fagráðsins sem jafnframt er formaður stjórnar Gæðamatsráðs, er skipaður af stjórn Lagnafélags Íslandstil þriggja ára, aðrir fagráðsmenn eru skipaðir til tveggja ára. Framkvæmdastjóra Lagnafélags Íslands er heimilt aðsitja fundi fagráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Formaður Gæðamatsráðs boðar fagráðsmenn til funda eftirþörfum  þeirra mála sem fyrir ráðið eru lögð. Formaður fyrir hönd ráðsins tilnefnir mann til úttekta á ágreiningsmálum hverju sinni og forvinnur öll mál fyrir ráðið. Úttektarmenn geta verið  ráðsmenn einn eða fleiri, utanaðkomandi fagmenn og /eða sérfræðingar á ákveðnum sviðum. Fundargerðir skal rita um alla fundi og verða þær hluti málsskjala.


3.grein
Verkefni stjórnar

Stjórn Gæðamatsráðs fundar þegar tilefni er til, fer yfir tillögur fagráðs um lausnir á málum sem fyrir það er lagt. Formaður stjórnar er fulltrúi Lagnafélags Íslands. Framkvæmdastjóri Lagnafélagsins situr fundi stjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Formaður boðar stjórnarfundi, þegar tilefni er til m.a. vegna vinnu fagráðs eða ef stjórnarmenn tveir eða fleiri óska eftir fundi.


4.grein
Vistun Gæðamatsráðsins.

Gæðamatsráðið skal vistað hjá Lagnafélags Íslands, sem tekur við erindum, sem óskað er að ráðið fjalli um, sér um vörslu gagna og eftir atvikum samskipti við málsaðila.


5.grein
Vinnureglur fagráðsins.

Fagráðið vinnur sínar niðurstöður á grundvelli þeirra gagna sem fyrir það eru lögð eða það aflar sér. Hlutaðeigandi málaaðila(um) skal gefin kostur á að koma gögnum og sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðið, áður en mál er tekið til afgreiðslu. Sinni aðili máls ekki upplýsingaþætti sínum, vinnur fagráðið niðurstöðu sína útfrá þeim gögnum sem til eru eða vísar máli frá eftir atvikum. Niðurstöðum fagráðsins, þar sem helstu forsendur koma fram svo og rökstuðningur fyrir niðurstöðu, ásamt ábendingu um úrbætur, skal skila með greinargerð. Aðilum máls skal senda niðurstöðu innan viku  frá því að hún kom fram.


6.grein
Meðferð mála hjá fagráði

Fagráð fjallar um ágreining varðandi lagnir almennt, lagnakerfi og stjórnun þeirra og um notagildi kerfa, í þeim tilgangi að skilgreina ágreininginn og greiða úr honum. Bent verður á nothæfa lausn, ef það gæti orðið til að leysa mál.

 

Jafnan skal horft til þess að ljúka málum á sem skemmstum tíma og stefnt er að því að draga úr þörf fyrirdómsmál. Niðurstöður fagráðsins byggja á framlögðum gögnum og skoðun á staðnum og eftir atvikum viðræðum við málsaðila.

Lok máls geta falist í:

          • Faglegum rökstuðningi með tilvitnun í staðfestar reglur.
          • Tæknilega mögulegri lausn.
          • Rökstuðningi fyrir skiptingu kostnaðar.
          • Ábendingu um dómsstólaleiðina.

 

 

Framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands
er Kristján Ottósson og veitir hann allar frekari
upplýsingar í síma:892-4428 og netfang:
 lafi@simnet.isFerillEflaDanfossMannvirkjastofnun