lafi.is - Lagnavottun
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Lagnavottun

 

 

Vottunarmál lagnaefna


Undirbúningsfundur
Um vottunarmál lagnaefna var haldinn 24. ágúst 2000

Fundurinn var haldinn af Lagnafélagi Íslands í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Iðnaðarráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Innflytjendur- og seljendur lagnaefna, Framleiðendur lagnaefna, Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Lagnakerfamiðstöð Íslands.

Málefni fundarins var vottun lagnaefna, vegna orðsendingar byggingarfulltrúans í Reykjavík d.s. í maí 2000, Magnúsar Sædals Svavarssonar.

Þar segir: "Eftir 1. desember 2000 munu ekki verða samþykktir séruppdrættir af lagnakerfum nema á þeim sé vísað til vottaðrar vöru. Frá sama tíma munu lagnaefni ekki hljóta úttekt nema sannað sé að efni hafi hlotið vottun".

Til undirbúnings fundinum var sérstaklega skipaður vinnuhópur:

Á myndinni er vinnuhópurinn sem vann að undirbúningi fundarins. Aftari röð f.v. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri, fulltrúi Framleiðenda lagnaefna, Benedikt Jónsson, verkfræðingur, fulltrúi Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Ragnar Kristinsson, tæknifræðingur, fulltrúi Tæknifræðingafélags Íslands, Grétar Leifsson, verkfræðingur, fulltrúi, Innflytjenda lagnaefna. Sitjandi f.v. Elísabet Pétursdóttir, iðnfræðingur, starfsmaður Félags pípulagningameistara, Dr. Valdimar K. Jónsson, verkfræðingur, fulltrúi Háskóla Íslands, Ásbjörn Einarsson, fulltrúi Lagnafélags Íslands, Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri, fulltrúi Lagnakerfamiðstöð Íslands, Ragnheiður Þórarinsdóttir, verkfræðingur, fulltrúi Verkfræðingafélags Íslands.
Á undirbúningafundinn mætti ekki fulltrúi Samtaka iðnaðarins Gísli Gunnlaugsson, pípulagningameistari.

 



Á þessum undirbúningsfundi var ákveðið að fara þess á leit við Félag byggingarfulltrúa að það tilnefndi framsögumann á fundinn.

Eins og frægt er orðið hafnaði félagið þátttöku um vottunarmál á fundinum og sakaði framkvæmdastjóra Lagnafélags Íslands um yfirgang með því að vera að skifta sér af vottunarmálum byggingarefna, sem Félag byggingarfulltrúa lítur á sem sitt einkamál og sinna félagsmanna.

Fundurinn var haldinn að Skipholti 70 fimmtudaginn 14. september og var fundurinn öllum opinn, en sérstaklega voru boðaðir til hans:

1. Lagnafélag Íslands, Þórður Ó. Búason
2. Umhverfisráðuneytið, Ingimar Sigurðsson
(Skipulagsstofnun ríkisins)
3. Iðnaðarráðuneytið, Sveinn Þorgrímsson
4. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Hákon Ólafsson
5. Iðntæknistofnun Íslands, Hallgrímur Jónasson
6. Háskóli Íslands, verkfræðideild, Valdimar K. Jónsson
(Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands)
7. Tækniskóli Íslands, byggingardeild, Guðmundur Hjálmarsson
8. Iðnmennt, Ingvar Ásmundsson
9. Samtök iðnaðarins, Sveinn Hannesson
(Félag blikksmiðjueigenda - Félag pípulagningameistara)
(Menntafélag byggingariðnaðarins - Fræðsluráð málmiðnaðarins)
10. Innflytjendur og seljendur lagnaefna, Grétar Leifsson
11. Framleiðendur lagnaefna, Bergsteinn Einarsson
12. Félag byggingarfulltrúa, Ólafur Guðmundsson
13. Verkfræðingafélag Íslands, Hákon Ólafsson
14. Tæknifræðingafélag Íslands, Jóhannes Benediktsson
15. Lagnakerfamiðstöð Íslands, Kristján Ottósson
16. Samband Íslenskra sveitarfálaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
17. Löggildingarstofa, Birna Hreiðarsdóttir

 
Mynd frá fundinum 11.september 2000






FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun