lafi.is - Leiðrétting varðandi sögu og þróun mjaltavéla.
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
28.03.2011 - Leiðrétting varðandi sögu og þróun mjaltavéla.


Lagnafréttir 3
6 - Leiðrétting varðandi sögu og þróun mjaltavéla.

Í greininni, Saga og þróun mjaltavéla er þetta að finna á bls. 14.

Fyrsta rörmjaltakerfið var sett upp í sextíu kúa fjós á Egilsstöðum á Völlum árið 1962. Það var frá Alfa-Laval og uppsetninguna önnuðust sænskir menn frá því fyrirtæki.

Í kerfi þessu voru mjólkurrörin úr plasti og við það voru notuð sex mjaltatæki. Með þessu kerfi mjólkaði  einn maður sextíu kýr á einum klukkutíma og fimmtán mínútum (Ingimar Sveinsson fyrrverandi bóndi á Egilsstöðum og kennari á Hvanneyri, 4. desember 2003.Munnleg heimild).
Eftir þetta kom hvert mjaltakerfið af öðru og má þar nefna bæi eins og Miklaholtshelli, Laugarvatn, Þrándarholt og Þorvaldseyri. Í Miklaholtshelli var mjaltakerfi sett upp árið 1963. Það gerðu Conny Ljungberg verkfræðingur hjá Alfa-Laval og með honum var Gunnar Gunnarsson búfræðikandidat, þá sölumaður búvéla hjá Búvéladeild, Sambands íslenskra samvinnufélaga.

Hér er ekki rétt með farið og í stað þessarar klausu skal þessi grein koma.

Fyrstu rörmjaltakerfin voru sett í mjaltabása í Þrándarholti og á Laugarvatni. Þau voru komin í notkun 12. febrúar árið 1960. (Freyr nr. 6 marz 1961. Hjarðfjósið í Þrándarholti og sjálfrennslismjaltalögnin) Vélarnar voru frá Alfa-Laval. Kerfið í Þrándarholti var með slussapparati og losaði í fjóra brúsa. Sogskiptarnir voru rafstýrðir. Mjólkurlögnin var úr stálrörum. (Þrándur Ingvarsson. Símtal 9. janúar 2011)
Fyrsta rörmjaltakerfið, lagt í básafjós, mun að öllum líkindum hafa verið sett upp í sextíu kúa fjós á Egilsstöðum á Völlum vorið 1962.  Það var einnig frá Alfa-Laval og uppsetninguna önnuðust sænskir menn frá því fyrirtæki. Í kerfi þessu voru mjólkurrörin úr plasti og við það voru notuð sex mjaltatæki. (Ingimar Sveinsson fyrrverandi bóndi á Egilsstöðum og kennari á Hvanneyri, 4. desember 2003. Munnleg heimild).

 

Á bls. 15 er þetta
fyrsti mjólkurtankurinn með kælivél var settur upp í Laugardælum við Selfoss árið 1966.

Í stað kælivél skal koma með beinni kælingu.

 

 


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun