 Sjá "Skýrslu um skoðun á hita- og loftræstikerfum í 35 byggingum á landsvísu" á pdf formi
Samkvæmt byggingarreglugerð eiga byggingarfulltrúar að fullvissa sig um að lagnakerfin séu rétt frágengin og rétt stillt, (sjá handbók í 7. Kafla). Byggingarfulltrúar eiga að fullvissa sig um að samvirkni tækja hafi verið sannreynd og séu í samræmi við hönnunarforsendur og handbók lagnakerfa, (sjá handbók í 7. Kafla). Verkið sé uppáskrifað af öllum viðkomandi lagnaverktökum ásamt hönnuði um að verkinu sé lokið, (sjá handbók í 7. Kafla).
Byggingarfulltrúar eiga að fullvissa sig um að hönnuður hafi tekið út og samræmt handbók við lagnakerfið, (sjá Leiðbeiningar um verklag í 14 og 15. Kafla) og (handbók í 7. Kafla). Byggingarfulltrúi sannreynir ekki ofangreind atriði, með úttekt á staðnum, heldur byggir á skriflegum yfirlýsingum frá byggingarastjóra þannig að engin virkni úttekt á staðnum fer fram.
Eftirfarandi er lagt til :
Að gerð sé krafa um óháðan úttektaraðila. Lagnaverkið ásamt handbók skal tekið út í heild sinni af fagmanni, óháðum viðkomandi verki, og með sérstaka fagþekkingu. Þessi úttekt verður að liggja fyrir, þegar lokaúttekt byggingarmannvirkis fer fram.
Að gerð sé krafa um framsetning á gögnum. Að fylgt verði leiðbeiningum Lagnafélags Íslands um framsetningu á gögnum vegna lagnakerfa, eins og lagt er til í Handbók lagnakerfa (sjá kafla 14.)
Að gerð sé krafa um að verklagi sé fylgt. Að fylgt verði samþykktu verklagi við gerð og uppbyggingu lagnakerfa eins og samþykkt hefur verið af Lagnafélagi Íslands. (sjá kafla 15.)
Sjá "Skýrslu um skoðun á hita- og loftræstikerfum í 35 byggingum á landsvísu" |