lafi.is - Aðalfundur Lagnafélags Íslands 2009
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
30.05.2009 - Aðalfundur Lagnafélags Íslands 2009

Ávarp við setningu aðalfundar Lagnafélags Íslands, 7 maí 2009

Björn Karlsson, fráfarandi formaður
Lagnafélags Íslands

Það er mér mikil ánægja að setja aðalfund Lagnafélags Íslands hér hjá Ísleifi Jónssyni hf, fyrirtæki sem þjónað hefur lagnamönnum af kostgæfni um mjög langt árabil.

Almennt má segja að kröfur samfélagsins, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til lagnakerfa fara vaxandi jafnframt því sem mikil og hröð þróun á sér stað í aðferðum, tækni og efnisvali. Því er nauðsynlegt fyrir   fagaðila að fylgjast vel með þróuninni og huga að endurmenntun í gegnum fundi, málþing og ýmiskonar fræðslu til að standast auknar kröfur um þekkingu á lagnakerfum.
Það er engin opinber stofnun sem heldur utan um gæðamál lagnakerfa sérstaklega og opinberir aðilar, bæði fulltrúar ríkisins hjá umhverfisráðuneyti og Skipulagsstofnun, sem og opinberir starfsmenn sveitarfélaganna, þ.e. byggingarfulltrúar, eiga oft mjög erfitt með að fylgjast vel með þeirri hröðu þróun sem á sér stað í aðferðum og tækni. Þess vegna er ekki auðvelt fyrir þessa aðila að setja fram skýrar reglur um eftirlit.
Lagnafélag Íslands hefur gert þessum opinberu aðilum mjög stóran greiða með því að gefa út bókina “Handbók Lagnakerfa 29”, en í þeir

ri bók er því lýst hvernig skrá skuli allar upplýsingar um hönnun, eftirlit og viðhald lagnakerfa. Þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir, á stöðluðu formi, auðveldast til muna öll sú vinna sem fer í að sannreina hönnunina, að framkvæma verkið samkvæmt hönnun, að hafa eftirlit með framkvæmdinni og sjá til þess að kerfunum sé haldið við á réttan hátt.
Eins hefur Lagnafélagið gefið út ritið “Úttektir á lagnakerfum – virkni og lokafrágangur”, en þar eru settar fram verklagsreglur um það hvernig úttektir á lagnakerfum skulu fara fram og hverjir séu hæfir til slíkra verka. Með þessum tveim ritum er grunnurinn lagður að faglegri úttekt lagnakerfa, sem mun leiða til aukinna gæða, betra viðhalds og fækkun tjóna á sviði lagnamála.

Ég vil fá að færa Kristjáni Ottóssyni og þeim öllum sem starfað hafa með honum að undirbúningi og útgáfu þessara verka bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu lagnamála. 

[sjá meira um aðalfund]


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun