lafi.is - Viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
17.10.2007 - Viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands

Viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands hefur starfað frá árinu 1990 og hefur veitt viðurkenningar fyrir lofsverð lagnaverk á hverju ári síðan. Fyrsta viðurkenningin var veitt fyrir “Lofsvert lagnaverk”, lagnaverkum í húsakynnum Sjóvá Almenna Trygginga árið 1990.
Allar viðurkenningar sem veittar hafa verið af Viðurkenningarnefnd má sjá í afmælisriti Félagsins Lagnafréttir 34. Afmælisritið er hægt að fá ókeypis hjá félaginu, eða ritið er sent eftir pöntun aðeins á póstkostnaða verði.

Það er ánægjulegt til þess að vita hvað frágangur lagnakerfa hefur aukist til batnaðar frá því að Lagnafélag Íslands var stofnað árið 1986. Það eru þó miður of margir sem hlaupa frá lagnakerfunum ófrá gengnum, illa eða óstilltum og engin Handbók eða aðrar upplýsingar skildar eftir til reksturs lagnakerfanna.
Það er mikið hringt til félagsins frá húseigendum í nýjum húsum með spurningar um það hvernig eigi að stilla hitann, það sé kalt inni, eða vatnið renni of heitt frá ofninum.

Í viðurkenningarnefnd hefur verið fjölgað um einn, þar voru fyrir blikksmiðameistari, pípulagningameistari og hönnuður. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að bæta í nefndina rafvirkja og með þeirri ákvörðun teljum við að öllum faggreinum sé þjónað.

 Viðurkenningarnefnd 2007
Viðurkenningarnefnd frá v: Dr. Valdimar K. Jónsson verkfræðingur formaður,
Kristján Nielsen rafvirki, Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari og Páll Bjarnason
pípulagningameistari.




FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun