lafi.is - Kristján Ottósson lætur af störfum hjá LKÍ
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
26.11.2007 - Kristján Ottósson lætur af störfum hjá LKÍ

Kristján Ottósson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Lagnakerfamiðstöðvar Íslands, vegna aldurs.

Undirritaður hefur hætt störfum hjá Lagnakerfamiðstöð Íslands,
hann skilaði lyklum að stöðinni til Háskólans í Reykjavík mánudaginn
8. október s.l., en Háskólinn í Reykjavík er nýr rekstraraðili Lagnakerfamiðstöðvarinnar. 

Lagnakerfamiðstöð Íslands er sjálfseignastofnun sem var stofnuð
25. ágúst árið 1999, og hefur undirritaður verið framkvæmdastjóri
hennar frá stofnun. Kristján Ottósson

Þar til stöðin var formlega opnuð þann 24. nóvember 2001 fór allur skrifstofurekstur stöðvarinnar fram á heimili framkvæmdastjórans.

Vinna við byggingu stöðvarinnar var erfitt en skemmtilegt verkefni, þar komu margir að, og allir gáfu vinnu sína og persónulegan tilkostnað, eins og akstur. Formaður byggingarnefndar var dr. Valdimar K. Jónsson og byggingarstjóri Björgvin Hjálmarsson. Peningar voru að skornum skammti, en við öflun þeirra var undirritaður ekki einn, þar var honum við hlið stjórnarformaður stöðvarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sveitarstjórnarmaður, sem aldrei brást og hefur alla tíð verið hinn styrki stólpi stöðvarinnar.
Ekki má gleyma þeim sem byggði fyrir okkur húsið Matthíasi Ottóssyni forstjóra Mottó hf. Hann stóð sig afbragðsvel, hann gaf stöðinni alla aukareikninga sem mynduðust við bygginguna, sem skipti milljónum. Húsið er að verðmati um 80 Mkr. En áhvílandi skuld aðeins 10. Mkr.

Eftir að stöðin var opnuð var unnið ötullega að öflun tækja til uppbyggingu lagnakerfa til kennslu fyrir skóla og endurmenntun í atvinnulífinu.
Þetta verkefni hefur gengið afar vel og ótrúlegt hvað margir sýndu því góðan skilning og gáfu rándýr tæki og vinnu við uppsetningu þeirra. Nú eru uppsett lagnakerfi í stöðinni fyrir um allt að
60 Mkr., allt efni og vinna gefins, og hafi þessir fjölmörgu gefendur mikla þökk fyrir.

Samvinna við uppbyggingu lagnakerfanna var með ólíkindum, að stærsta lagnakerfinu upp á 20 Mkr. komu 27 aðilar, sem allir unnu saman sem bræður og systur.
Þess ber að geta að margir erlendir framleiðendur hafa gefið tæki til stöðvarinnar og hafa þeir haft á orði að svona bygging og tækjabúnaður sé einsdæmi í Evrópu og þó lengra væri leitað, án tilkomu hins opinbera.
Undirritaður vill koma þakklæti til allra sem hafa hjálpað til við uppbyggingu stöðvarinnar, þar má engum gleyma, hvert hugvit og handtak öfluðu stöðinni þekkingu til framdráttar.
Það er gaman frá því að segja að á þessum átta árum hefur undirritaður verið það lánsamur að þurfa ekki að kalla inn mann í sinn stað vegna veikinda.

Undirritaður óskar öllum lagnamönnum og velunnurum lagnamála til hamingju með Lagnakerfamiðstöð Íslands.
Um Lagnakerfamiðstöð Íslands má lesa í Lagnafréttum 34 og á heimasíðu www.lafi.is

Kristján Ottósson framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands
sími: 892-4428.


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun